Stíflulosun
Við önnumst stíflulosanir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Allt frá vaskastíflum sem venjulega eru leystar með stíflugormi upp í stórar stíflur sem krefjast dælubíla og háþrýstidælu. Við getum hreinsað allt að 150 metra lagnalengd í einni færslu. Við getum líka myndað og ástandsskoðað lagnir eftir hreinsun. Möguleiki á myndun fer eftir aðgengi utan húss og innan.
Lagnamyndavélar
Verkval á röramyndavélar af nokkrum stærðum og gerðum sem hæfa smáum og stórum verkefnum. Lagnamyndun er lykilatriði í ástandsskoðun eldri lagna og þannig má staðsetja skemmdir nákvæmlega og spara þannig stórfé í greftri og vinnu. Algengt er að eldri hús séu ástandsskoðuð fyrir sölu til að fyrirbyggja eftirmála.
Sveitarfélög og veitur vilja einnig fylgjast með ástandi sinna lagna og til þess höfum við sérhæfða lagnamyndavél sem mælir þvermál lagnar og kannar ástand hennar nákvæmlega.
Rotþróahreinsun
Verkval ehf hefur þjónustað fjölmörg sveitarfélög varðandi rotþróahreinsun í allmörg ár. Fyrirtækið á nú nokkra sérhæfða rotþróabíla sem sinna þessum verkum. Um er að ræða skiljubíla sem skilja fastefni frá og skila vatni aftur í rotþró eins og reglur segja til um. Hér eins og í öðrum þáttum leggjum við okkur fram um persónulega þjónustu og fagmennsku þar sem viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi. Við leggjum okkur fram um að bjóða íslenskumælandi starfsmenn sem hafa staðkunnáttu og geta leyst vandamál og ráðlagt fólki sem við þjónustum.
Dælubílar
Verkval ehf gerir út 5 dælubíla sem sinna mismunandi verkum. Tveir þessara bíla eru öflugir holræsabílar af bestu gerð sem sinna holræsahreinsun og hreinsun niðurfalla ásamt stíflulosun, gatnaþvotti og öðrum stærri verkum.
Til viðbótar eru 3 skiljubílar sem geta sinnt sömu verkefnum eftir atvikum. Skiljubílarnir eru ætlaðir til að hreinsa rotþrær, en eru búnir háþrýstidælum og geta sinnt stíflulosunum og dæluvinnu með þeirri undantekningu að geta ekki sogið möl eða harðari efni.
Steypusögun og kjarnaborun
Verkval hefur langa reynslu af hvers kyns steypusögun og kjarnaborun og hefur meðal annars unnið mikið fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem miklar kröfur eru gerðar um hreinlæti, snyrtimennsku og vönduð vinnubrögð. Verkval hefur einnig mikla reynslu af því að saga stéttar og malbik utanhúss og getur boðið húseigendum og húsfélögum heildarlausn í tengslum við fráveitur húsa og blokka.
Gatnahreinsun
Einn af dælubílum okkar er búinn þvottabúnaði til hreinsunar á gangstéttum, götum og stærri bílaplönum. Sandur sem borinn er á bílastæði og götur að vetri molnar niður og verður að svifryki að sumri. Því er mikilvægt að þrífa svifryk og fjarlægja það, en svo er ekki úr vegi að hreinsa niðurföll í leiðinni. Hverskyns þrif og niðurfallahreinsun er okkar fag, en tæmum einnig sandgildrur, olíugildrur og fituskiljur.
Götu- og gangstéttasópun
Verkval tekur að sér sópun á hvers kyns stéttum og bílaplönum fyrir húsfélög og fyrirtæki. Fyrirtækið á nú tvo götusópa sem sópað geta stærri bílastæði, bæði við fjöleignahús og fyrirtæki, auk annara opinna svæða. Að auki eigum við þrjá minni sópa sem henta á lítil plön, stéttar og gangstíga. Við leysum hverskonar sópun, hreinsun og þvott. Gerum verðtilboð ef óskað er.
Svifrykslækkun
Svifryk er vaxandi vandamál með aukinni umferð og hraða. Verkval ehf tekst á við svifrykið með ýmsum leiðum. Við höfum sópað götur Akureyrar í fimm ár í samvinnu við bæjarfélagið. Auk þess getum við þvegið götur og hreinsað þannig mikið magn af ryki og skít af malbikinu, en þegar kemur að stærri hreinsunum í miðbæ Akureyrar og á bílaplönum fyrirtækja beytum við annari aðferð. Götur, umferðareyjar og plön eru þá þvegin af vandvirkni með miklu vatnsmagni og krafti sem fjarlægir allan sand og hvers kyns önnur óhreinindi. Eftir standa hreinar og fallegar götur sem eru bænum okkar til sóma.
Þvottur á bílaplönum og stéttum stendur hvers konar fyrirtækjum til boða.
Skólpviðgerðir
Verkval ehf hefur skipt um frárennsliskerfi frá fjölda einbýlis- og fjöleignahúsa á Akureyri undanfarin ár. Frárennslið er fyrst skoðað og metið með myndavélum og stundum er hægt að fóðra lagnir og lengja líftíma þeirra um áratugi, en oft er hreinlega komið að endurnýjun eftir 50+ ára notkun, sig í jörð og skemmdir. Verkval ehf hefur yfir að ráða tækjabúnaði og reyndum stafsmönnum sem geta tekið að sér heildarlausn stórra verka, svo sem við blokkir, raðhús og einbýli. Við vinnum verkið og útvegum allt efni sem til þarf. Gerum sundurliðuð verktilboð og stöndum við okkar hlut.