Heildarlausnir

í frárennslislögnum, skólpviðgerðum, stíflulosun, lagnahreinsun, myndatöku og viðgerðum

Heimili - Þjónusta í 38 ár

Þjónusta við heimili

Verkval ehf býður fjölþætta þjónustu fyrir heimili, húseigendur og húsfélög. Boðið er upp á hvers kyns stíflulosun innan- og utandyra. Einnig lagnahreinsun og hreinsun drenlagna ásamt rótaskurði.  

Ástandsskoðun og lagnamyndun

Verkval tekur að sér ástandsskoðun lagna með lagnamyndavél, en slíkt er ávallt rétt að gera áður en farið er í dýrar framkvæmdir svo sem að skipta um gólfefni eða stærri breytingar innandyra. Einnig færist í vöxt að framkvæma söluskoðun á lögnum húsa áður en til sölu kemur og getur seljandi fengið myndatökuna á USB lykli til eignar.

Fasteignakaup

Mikilvægt er að kaupendur fasteigna láti kanna ástand lagna undir húsum áður en tilboð eru gerð og fá þannig glöggar upplýsingar um ástand frárennslis og annara lagna undir húsinu. Lagnaviðgerðir undir gólfi húsa verða alltaf kostnaðarsamar, sama hvaða leið verður valin. Við myndum lagnir að ósk verkkaupa eins og unnt er. Finnist gallar getum við ráðlagt um næstu skref. 

Rótaskurður

Í eldri hverfum þar sem frárennslið er í steinrörum vill koma fyrir að rætur trjáa og runna leiti inn í lögnina og stífli hana. Hægt er að fræsa rætur úr steinrörum með rótarskera, en slíkt er þó ekki varanleg lausn. Í mörgum tilvikum er þó hægt að þræða plaströr inn í steinlögn og komast hjá því að skipta um allt frárennslið, eða að lögnin er fóðruð með epoxy sem bætir endingu hennar um áratugi.

Skólpviðgerðir

Verkval tekur að sér viðgerðir og endurnýjun frárennslislagna innan dyra og utan. Fyrirtækið á gröfur af tveimur stærðum, vörubíl og önnur tæki til verksins og útvegar pípulagningameistara sem ábyrgist gæði verksins. Þurfi að saga stéttar þá annast Verkval það hvort sem um er að ræða steypu eða malbik. Sé bilun í lögn undir húsi getur þurft að saga í gólf innan dyra og oft er skipt um neysluvatnslagnir samhliða í slíkum verkum.

Húsfélög

Verkval ehf býður húsfélögum upp á sópun bílastæða og hreinsun niðurfalla og lagna. Niðurföll er gott að hreinsa á 3ja ára fresti, en oftar ef mikið er sandað að vetri. Drenlagnir þarf líka að hreinsa, sérstaklega þar sem hús hafa verið byggð í mýrlendi. Tökum einnig að okkur skólpviðgerðir og stærri verk fyrir húsfélög.