Þjónusta við útgerðir og skip
Verkval ehf bíður útgerðum og umboðsfyrirtækjum skemmtiferðaskipa víðtæka þjónustu. Við bjóðum upp á móttöku á grávatni, svartvatni, kjölvatni, úrgangasolíu og útblástursvatni (Scrubber Sludge) frá hvers konar skipum af öllum stærðum. Við sjáum um alla ferla frá skipi til endurvinnslu og þjónustum skipin af þekkingu og fagmennsku í samstarfi við umboðsfyrirtækin.
Við leitumst við að veita skipum og umboðsmönnum þeirra, okkar bestu kjör og þjónustu hverju sinni.
Stíflulosun og lagnahreinsun
Verkval ehf getur einnig annast lagnahreinsanir og stíflulosanir í skipum og hefur leyst fjölmörg slík verkefni af ýmsu tagi, ýmist með sniglum, háþrýstivatni eða sogi. Við þjónustum Slippinn á Akureyri reglulega með slík verkefni ásamt útgerðum í nærsveitum.
Lagnamyndun og röramyndavélar
Verkval ehf býður upp á lagnamyndatöku. Um er að ræða ástandsskoðun eða tilfallandi bilanaleit í lögnum auk þess sem hægt er að staðsetja skemmdir með nákvæmu staðsetningartæki. Slíkt hefur gagnast útgerðum vegna bilaðra lensilagna og klósettlagna.
Fyrirtækið á myndavélar af mörgum stærðum, allt frá litlum velum sem komast niður um flestar eldhúslagnir upp í vélmenni (e. robot) með snúru sem keyra um stærri lagnir og geta ferðast allt að 200 metra.