Vorið 2025
Nýtt verkstæði Verkvals
27.02.23
Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að ríflega 300 fermetra nýbyggingu sem hýsa á framtíðarverkstæði Verkvals ehf. Fyrirtækið hefur fram að þessu starfað í gömlu húsi á athafnasvæði þess, sem var fyrir löngu orðið of lítið. Um árabil hafa tæki verið geymd í leiguhúsnæði úti í bæ og mörg hver úti árið um kring. Með þessu húsi mun starfsemin verða skilvirkari og hagkvæmari auk þess sem flest tæki verða klár í vinnu án fyrirvara.
Lagnafóðrun fyrir Norðurorku
10.04.23
Fyrir nokkrum dögum tók Verkval þátt í fyrstu stóru lagnafóðruninni í frárennslislögnum fyrir Norðurorku með samvinnu við Lagnaviðgerðir ehf. Um er að ræða 400 mm stofnlögn sem meðal annars liggur undir Dalsbraut austan KA heimilisins og veitir öllu því vatni sem kemur frá mjólkurstöð MS.
Lögn þessi er orðin gömul og illa farin vegna mikils álags um nær 50 ára skeið. Tveir kostir voru í stöðunni: að skipta lögninni út eða fóðra hana með epoxy klæðningu sem veitir henni nýtt líf um næstu 50 - 60 ár. Fóðrunin var valin af hagkvæmisástæðum og þrátt fyrir að vera umfangsmesta fóðrun á Akureyri hingað til, var verkefnið leyst á einum sólarhring, meðan rennsli lagnarinnar var dælt aðra leið um fráveitukerfið.
Það hefur nú sýnt sig að slík framkvæmd er vel innan getu Verkvals og samstarfsaðilans og þar með opnast möguleikar á fóðrun lagna víðs vegar um bæinn.
Nýtt verkstæði er risið
24.11.23
Verkval tók í notkun nýtt 300 fermetra verkstæðishús í október. Nú er hægt að hýsa 3 dælubíla ásamt sópum og þeim tækjum sem þurfa upphitað húsaskjól. Verktakinn Húsheild/Hyrna annaðist verkið frá grunni með aðkomu annara og Íslenzkir rafverktakar hönnuðu rafkerfi og öryggiskerfi.
Nýr dælubíll keyptur
29.01.24
Í dag kom til Akureyrar nýkeyptur dælubíll Verkvals, frá Noregi. Sjálfur bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz 3253 fjögurra öxla, tveggja drifa, en búnaðurinn á honum er af gerðinni Kaiser Eur Mark sem er finnsk smíði og sérhönnuð fyrir veðurfar norðurslóða. Bíllinn er í alla staði mjög vel búinn og öflugur og vinnubúnaður hans er með því besta sem gerist á norðurlöndum í dag. Það er okkur sönn ánægja að geta boðið viðskiptavinum okkar nýja og betri þjónustu í framtíðinni.
Nýr framkvæmdastjóri
Nýr bíll í flotann
11.04.24
Í dag erum við að bæta við flota okkar enn einum rotþróabíl. Í vetur höfum við unnið hörðum höndum að því að flytja 14 ára gamlan rotþróabúnað yfir á splukunýja Scaniu R560, tveggja drifa bíl með öllum bestu þægindum dagsins í dag.
Rotþróatæmingar
27.08.24
Sumarið er tími rotþróatæminga um allt land. Verkval bætti Þingeyjarsveit við verkefnalista sinn í vor og nú standa yfir tæmingar þar. Í dag er verið að vinna bæði í Bárðardal og Fnjóskárdal á tveimur bílum.