Þjónusta við fyrirtæki og sveitarfélög
Verkval ehf hefur um 37 ára skeið þjónustað fyrirtæki og sveitarfélög á öllu norðurlandi og gert við þau langtímasamninga um heildarþjónustu eða ákveðna þjónustuþætti. Hægt er að semja um reglubundna, eða umbeðna þjónustu. Reglubundin þjónusta er tæming á fitugildrum, sand- og olíugildrum auk skólphreinsistöðva fyrir stærri fyrirtæki og sveitarfélög. Algengasta þjónustan er stíflulosun, lagna- og niðurfallahreinsun, en til viðbótar má nefna viðgerðir á frárennsli, lagnamyndatöku, ástandsskoðanir og rótaskurð lagna.
Stíflulosun og lagnahreinsun
Verkval ehf fæst við stíflur af öllum stærðum og gerðum. Fyrirtækið leysir verkefni frá vaskastíflum upp í stórar útrásir, allt að 200 metra langar. Í stærri verkefnum eru notaðir sérhæfðir öflugir dælubílar sem geta sinnt ólíkum verkum eins og stíflulosun, lagnahreinsun, rótarskurði og dælingu hvort sem er til brottflutnings eða milli brunna, svokallaðri gegnumdælingu.
Rótarskurður og fræsing
Í eldri grónum hverfum, sérlega með frárennsli úr steinlögnum, vill það gerast að rætur runna og trjáa leiti inn í skólpræsið og stífli það með tímanum. Til að ráða bót á þessu þarf að komast inn í lögnina, helst úr brunni, og síðan er notaður fræsari, öðru nafni rótarskeri til að skera burt ræturnar og opna rörið á ný. Þetta er því miður ekki varanleg lausn og oft er þetta vísbending um að lagnaviðgerð sé yfirvofandi og er þá möguleiki á að þræða plaströr inn í sumar lagnir, eða að lagnafóðra með epoxy í öðrum tilfellum.
Lagnamyndun og röramyndavélar
Verkval ehf hefur boðið upp á lagnamyndatöku um allnokkurt skeið. Um er að ræða ástandsskoðun eða tilfallandi bilanaleit í lögnum auk þess sem hægt er að staðsetja skemmdir með nákvæmu staðsetningartæki.
Rotþróatæmingar
Verkval þjónustar sveitarfélög og einstaklinga þegar kemur að umsjón og tæmingu rotþróa og almenna þjónustu þar að lútandi. Fyrirtækið hefur gert bindandi samninga við mörg sveitarfélög um heildarlausnir eða sérsniðnar lausnir í fráveitumálum. Rotþróaumsjón felst í að tæma rotþrær með reglulegu millibili og sjá um skýrslugerð og tímasetningar þar að lútandi. Fyrirtækið tekur auk þess að sér skráningu og hnitasetningu rotþróa og nauðsynleg samskipti við heilbrigðisfulltrúa.
Verkval notar eingöngu viðurkennda sérhæfða rotþróarbíla (skiljubíla) sem skilja innihald þróarinnar frá og skila bakteríuríku vatni til baka sem svo hjálpar rotþrónni að komast aftur af stað. Rotþróarbíll af þessari gerð er snyrtilegur í notkun, mengar minna og er ódýrari í rekstri en fyrri lausnir.
Fitugildrur, olíugildrur og sandgildrur
Allir stærri veitingastaðir eiga að hafa fitugildru sem safnar fitu frá eldhúsum svo að hún berist ekki út í frárennsli og valdi þar ófyrirséðum vanda. Að sama skapi skulu allir þeir staðir sem sleppa frá sér olíu- eða sandmenguðu vatni vera búnir sand- og olíuskilju. Gæta þarf þess að tæma allar þessar gildrur reglulega, því annars yfirfyllast þær og annað hvort stíflast, eða að úrgangsefni fara út í fráveitu.
Mælt er með að fituskiljur séu tæmdar á 3ja til 6 mánaða fresti og áður en fitan nær að harðna, en þá verður tæmingin kostanaðarsamari og tímafrek. Olíu- og sandgildur skulu tæmdar í samráði við viðkomandi rekstrareiningu, en þó ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Fylgjast þarf með olíuskiljum vegna þess að yfirfylling þeirra hefur skaðleg og afdrifarík áhrif á umhverfið.
Dælustöðvar og útrásir
Verkval þjónustar dælustöðvar á ýmsum stöðum og hefur umsjón með reglubundinni hreinsun þeirra. Verkið er unnið með öflugum dælubílum sem geta dælt upp um tonni á mínútu af sandmenguðu vatni í innri tank, eða dælt um tonni á mínútu í gegn um sig.
Götuþvottur
Einn af dælubílum Verkvals er með búnaði fyrir götuþvott og gangstéttaþvott og hefur meðal annars verið notaður við þrif í Vaðlaheiðargöngum og Héðinsfjarðargöngum svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að þvo stærri bílaplön og götur með þessum bíl.